141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þess vegna erum við akkúrat nú að koma þessu inn í þingið, þ.e. til að tala um öll þau atriði sem hv. þm. Bjarni Benediktsson minntist á.

Við hv. þingmaður höfum auðsjáanlega ólíkar skoðanir á því hvað má og hvað má ekki. Ég taldi mig vera að gera þetta í fullri sátt. Ég vissi að ég var að gera þetta í fullri sátt við meiri hlutann og taldi mig vera að gera það í sátt við að minnsta kosti einn fulltrúa í minni hlutanum. Við höfum ólíkar skoðanir á því.

Við höfum líka ólíkar skoðanir á því að eiga í rökræðu eða tala við fræðimenn. Ef fræðimenn koma og segja að með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu leggi ég til að þagga niður í þjóðinni og tala um alla þá vinnu sem unnin hefur verið, eins og gerð var, þá geri ég það. En ég er ekki að hóta fræðimönnum. Það getur vel verið að hv. þm. Bjarni Benediktsson (Forseti hringir.) kalli það að eiga í rökræðum við fræðimenn, eins og ég gerði, sé að hóta þeim (Forseti hringir.) en það er rangt. Ég get talað við fólk og verið á öndverðri skoðun við það án þess að hóta því eða að það þurfi að óttast (Forseti hringir.) eitthvað frá mér.

(Forseti (SIJ): Forseti minnir á að ræðutíminn er aðeins ein mínúta í seinni umferð.)