141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:11]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt að kosningakerfið hefur reynst umdeilt. Hins vegar er með núverandi kerfi búið að ná jöfnu vægi atkvæða á milli flokka. Það eru hlutfallslega fleiri fulltrúar flokka úr landsbyggðarkjördæmum en af höfuðborgarsvæðinu. Varla vilja menn snúa þessu við og hafa aðeins um 11 fulltrúa landsbyggðarinnar á Alþingi eins og færð hafa verið rök fyrir að núverandi tillögur mundu leiða til. Við hljótum að reyna að lagfæra það, það er eitt af þeim atriðum sem þarf að laga og hefði að sjálfsögðu verið eðlilegt að fara í þá vinnu áður en þetta var lagt fram í þinginu, atriði sem menn eru búnir að sjá að er gallað en leggja samt fram óbreytt.