141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:01]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta svar var ekki fullnægjandi. Greiða atkvæði fyrir kosningar eða samhliða kosningum er hvort tveggja óbindandi, það er bara skoðanakönnun. Alþingi getur síðan breytt því sem því dettur í hug. Ég vil því spyrja að því hvernig við förum að því að gera ferlið þannig úr garði að þjóðin greiði atkvæði með bindandi hætti um stjórnarskrána sína. Ég legg mikla áherslu á það.

Herra forseti. Af því að ég er svo lýðræðissinnaður vil ég að þjóðin greiði atkvæði um stjórnarskrána sína sjálf með bindandi hætti. Ég hef ekki séð aðra leið en þá að breyta fyrst 79. gr. með þröskuldum sem nauðsynlegir eru til að það sé ekki of auðvelt og ekki heldur of erfitt að breyta stjórnarskránni. Síðan getum við breytt stjórnarskránni í kjölfarið og sent hana til þjóðarinnar til skoðunar. Með bindandi hætti.

Síðan er það spurningin með 111. gr. Er hún heimild til að ganga í Evrópusambandið? (Forsrh.: Hvað?) Er það heimild til að ganga í Evrópusambandið?