141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:09]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað getum við deilt um það, og gerum það, hve mikið svigrúm er til breytinga á þeim tillögum sem koma frá stjórnlagaráði þar sem breiður þverskurður af þjóðinni fór yfir tillögurnar. Við erum mörg í þessum sal sem viljum sem mest að þær tillögur haldi sér inni í þinginu en höfum eins og ég sagði áðan opnað á breytingar ef þær eru studdar efnislegum rökum og ég tala nú ekki um það sem kemur frá Feneyjanefndinni, að við skoðum það jákvætt.

19. gr. er hún ekki um kirkju … ég er nú ekki með þetta. (BLár: Það er um þjóðkirkju.) Já, það er nú það sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu og sú tillaga sem stjórnlagaráðið setti þar fram var felld og á því voru mjög skiptar skoðanir. En það var afdráttarlaust (Forseti hringir.) og við eigum þá að fara eftir því sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sama hátt og við eigum sem mest að fara eftir öðru sem kom fram í þessari (Forseti hringir.) þjóðaratkvæðagreiðslu og varð niðurstaða hennar.