141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:10]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið og hef þá trú að við deilum því að þarna ætti nú kannski ekki að gera of miklar breytingar því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýndi það, svo ekki verður um villst, að íslenskan þjóðin vill ekki gera breytingar á því ákvæði er lýtur að þjóðkirkjunni. Ég hef af því pínulitlar áhyggjur að með einfaldri lagasetningu hér á þingi verði þessu ákvæði í stjórnarskránni kúvent. Ég spyr hæstv. forsætisráðherra hvort hún deili ekki þeim áhyggjum með mér.