141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[19:04]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi fyrra atriðið held ég ekki að það þurfi að skapa vandamál að hafa þjóðkjörinn forseta, þjóðkjörinn þjóðhöfðingja með sterkt lýðræðislegt umboð þar með þó að hann hafi takmörkuð völd, enda er ég þeirrar skoðunar að forsetinn eigi ekki að hafa völd, hann eigi ekki að hafa framkvæmdarvald og þaðan af síður löggjafarvald. Það flækir stjórnskipunina mikið. En forsetinn hefur hlutverk og það er það hlutverk sem þarf að vera skýrt skilgreint, t.d. hvernig hann rækir þjóðhöfðingjaskyldur sínar inn á við en ekki síður út á við. Það hef ég alltaf talið vera eitt af viðfangsefnunum sem vantaði upp á að við næðum betur utan um. Þar horfir maður til þess lýðræðisríkis sem okkur stendur að mörgu leyti nærri í þessum efnum þar sem er Finnland, sem er með forseta sem hefur löngum haft hlutverk á sviði utanríkismála (Forseti hringir.) sem er viðurkennt og skilgreint og um það er búið í stjórnskipun þeirra.

Ég svara seinni spurningunni næst.