141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[19:13]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurning mín snýr að 57. gr. frumvarpsins. Hv. þm. Margrét Tryggvadóttir sagði í ræðu fyrr í dag að mikilvægt væri að þetta lagafrumvarp eins og önnur fengi þrjár umræður. Hæstv. ráðherra tók undir það og sagði að hann hefði áhyggjur af 57. gr.

Með leyfi forseta, segir í skilabréfi sérfræðihópsins:

„Í 57. gr. er gert ráð fyrir því að umræðum um lagafrumvörp sé fækkað úr þremur í tvær. Í ljósi þess að valkosti í bréfi stjórnlagaráðs 11. mars um að frumvörp fari ekki til nefndar fyrir 1. umræðu, hefði þurft að endurskoða þessa tillögu með hliðsjón af markmiði stjórnlagaráðs um vandaða lagasetningu.“

Ég held að við getum öll verið sammála um að við viljum vandaða lagasetningu. Mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann mundi setja sig (Forseti hringir.) á móti þeirri breytingu sem gerð yrði, að þetta yrði fellt út.