141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Í umræddri umsögn minni — og það er einsdæmi að þingmaður skili umsögn til nefndar — kem ég inn á 109. gr. tillagnanna. Þar stendur, með leyfi forseta:

„Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.“

Nú ræðst inn í landið 50 manna lið hryðjuverkamanna. Þá þarf að fara að kalla saman þing og ræða hvort fara megi í hernaðaraðgerðir til að verjast þeim. Þetta er stórhættulegt ákvæði. Þarna þarf að undanskilja, eins og ég geri tillögu um, varnir landsins.