141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:29]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir prýðilega ræðu eins og hennar er von og vísa.

Ef þessi drög verða að stjórnarskrá okkar Íslendinga er búið að umbylta algjörlega þeirri stjórnarskrá sem við búum við núna, sem þýðir að öll afleidd lög taka tilhlýðilegum breytingum. Mig langar því að spyrja hv. þingmann, sem er lögfróð manneskja: Er líklegt að mikil lagaóvissa verði í kjölfarið? Er líklegt að þetta geti skapað upplausn í lagaumhverfinu fyrstu árin eftir að ný stjórnarskrá tekur gildi?