141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:35]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil líkt og aðrir hér þakka hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur fyrir skörulega ræðu.

Fyrst vil ég nefna að mér þótti hún orða mjög vel hvernig hún telur litla þörf á 36. gr. um dýravernd í plagginu að nýrri stjórnarskrá okkar. Mér fannst hún færa mjög haldgóð rök fyrir því að það ákvæði eigi ekki heima þar. Ég er sammála henni í því.

Mig langar að spyrja hvort hv. þingmaður hafi heyrt umræðu í nefndinni um breytingu á aldurstakmarki, þ.e. á kosningaaldri. Nú hefur hv. þm. Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson, viðrað þá hugmynd sína í fjölmiðlum, m.a. í morgun. Ég vil gjarnan vita hvort það hefur hlotið umræðu í nefndinni?