141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:10]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ef hv. þingmaður skynjar þennan samningsvilja, að það sé kannski ekki svo langt á milli manna, hvaða atriði eru í raun ófrávíkjanleg í huga þingmannsins og hvað finnst honum að þurfi að vera það sem fyrst er tekið fyrir. Ef við ætlum að breyta þessu þá þurfum við tíma til að gera það og við þurfum tíma til að geta rætt málin og náð lendingu. Ég trúi því ekki, af því að hv. þingmaður talaði um að hann væri flutningsmaður þessarar tillögu og væri tilbúinn til að samþykkja hana strax — hv. þingmaður er samt að opna á það að við getum breytt henni. Er hv. þingmaður tilbúinn að gefa þinginu, og þeim sem eru ekki alveg eins sáttir við tillöguna og hv. þingmaður, tíma til að breyta henni?