141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:12]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef fylgst með umræðunni í allan dag. Hún er málefnaleg frá hendi allra þingmanna en ég hef orðið vitni að því ítrekað í dag að hér er hæðst að þingmönnum sem koma hér upp og ræða málefnalega stjórnarskrá Íslands. Jafnvel er gengið svo langt að menn sitja í þingsal og senda inn ógeðfelld skilaboð á Facebook um það hvað þingmenn eru að segja í ræðustól. Mér er nóg boðið, frú forseti. Fólk sýnir eigin starfi lítilsvirðingu og stjórnarskránni. Það er lítilmótlegt og þetta gengur ekki lengur. Menn verða að taka sjálfa sig taki og virða þá málefnalegu umræðu sem hér verður að fara fram um stjórnarskrána. Við erum ekki að tala um eitthvert pólitískt hitamál. Við erum að tala um grundvallarsáttmála þjóðarinnar. (Gripið fram í: Heyr! Heyr!) Þetta gengur ekki lengur, frú forseti.