141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:17]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að gera nákvæmlega þetta efni að umræðuefni í ræðu minni á morgun um leið og ég mundi fjalla um það frumvarp sem liggur hér fyrir. Það hefur vægast sagt vakið furðu mína í dag að sitja hér á næstaftasta bekk og hlusta á það sem ég ætla að leyfa mér að kalla skrílslæti á aftasta bekk. Ég sit hér sem nýr þingmaður og er að þreifa fyrir mér og átta mig á því hverjar venjurnar og hefðirnar eru hér inni og ef þetta eru þær hugnast mér þær ekki.

Ég hef fylgst með því, einkanlega á aftasta bekk í dag, að tekinn er sérstaklega fyrir einn þingmaður úr röðum Framsóknarflokksins og mér hefur þótt það sem ég hef heyrt og það sem ég hef séð ljótt.