141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[23:17]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vildi óska að hv. þingmaður hefði spurt að þessu í fyrra andsvari sínu, þá hefði orðið meira gaman, þá hefði ég haft tvö tækifæri til að ræða þetta við hann.

Þjóð er í mínum huga sá hópur fólks sem deilir kjörum í einu landi eða innan samfélagsmarka, ríkið fer hins vegar með framkvæmdarvaldið fyrir þessa þjóð. Ég geri greinarmun á ríki og þjóð. Ef eitthvað er í eigu þjóðarinnar, eins og við hljótum að samþykkja að náttúran innan þess svæðis sem við höfum helgað okkur sé, og hver Íslendingur eigi arfborinn rétt til þess að njóta náttúrugæða, hljótum við að fela einhverri framkvæmdastjórn hagsmunagæslu fyrir þann almenning sem tilheyrir þessari þjóð. Sá hagsmunagæsluaðili er stjórnvöld, (PHB: Stjórmálamennirnir.) stjórnvöld ogframkvæmdarvald stjórnvalda, það er það sem við köllum í daglegu tali ríkið.