141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:03]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 265, um framlög ríkisins til listfélaga frá Sigmundi Erni Rúnarssyni. Beðist er velvirðingar á þessum drætti og farið á leit við forseta Alþingis að mennta- og menningarmálaráðherra verði veittur frestur til 23. nóvember nk. til að svara fyrirspurninni.

Forseta hefur einnig borist bréf frá velferðarráðuneytinu um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 481, um útgjaldasparnað í almannatryggingakerfinu frá Vigdísi Hauksdóttur. Ástæður tafar eru þær að ekki hefur gefist tími til að afla nauðsynlegra gagna til að veita fullnægjandi svar við fyrirspurninni. Þess er farið á leit við forseta Alþingis að velferðarráðherra verði veittur frestur til — þessi dagsetning getur nú ekki staðist þar sem hún er liðin. Hér á væntanlega standa að vera að frestur verði veittur til 14. desember næstkomandi til að svara fyrirspurninni.