141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:21]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni fyrir mjög málefnalega og góða umræðu um það frumvarp sem hér er til umfjöllunar. Mér þótti það mjög merkilegt sem hann fór yfir. Hv. þingmaður sagði að hann væri óendanlega ánægður með frumvarpið og að hér væri ágætisumræða, sem er alveg hárrétt. Hann fagnaði mörgum köflum sem talað var um.

Ég tók eftir því, og það er tilefni andsvars míns, að hv. þingmaður ræddi ekki um greinina sem snýr um jöfnun atkvæðavægis á landinu. Ég vil því nota tækifærið og spyrja hann út í hvað honum finnist um þær tillögur sem hér eru settar fram. Telur hv. þingmaður að binda eigi fullt vægi atkvæða í stjórnarskrá?

Virðulegi forseti. Ég tel það en ég vil jafna lífskjör í landinu í leiðinni þannig að ég vil ekki bara taka einn þátt, ég vil taka þá alla.