141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Fram kom í máli hans að hann væri frekar jákvæður gagnvart frumvarpinu að meginefni til. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann hvort honum hafi þótt fara fram nægilega mikil umræða hér á landi til að ráðast í svona byltingarkenndar breytingar á stjórnarskránni þegar nánast engin umræða hefur verið um til dæmis þriðju kynslóðar réttindi. Vantar þá ekki smá fræðslu í samfélaginu um út á hvað þau réttindi ganga? Þarna eru komin inn ákvæði sem hafa ekki verið rædd sem nokkru nemur. Ég spyr hv. þingmann um til dæmis 35. gr., varðandi þá tillögu að verið er að leggja til að festa Árósasamninginn í stjórnarskrá, sem veitir einstaklingum í heiminum öllum rétt til að höfða kærumál vegna umhverfismála, (Forseti hringir.) og svo 36. gr., varðandi verndun dýra í stjórnarskránni.