141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:59]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Ég er reyndar þeirrar skoðunar, eftir þær umræður sem hafa farið fram hér og áður en þær hófust, að stjórnarskrá okkar eigi að vera stutt og skorinorð. Ég sé ekki alveg rökin fyrir því að tína bókstaflega allt til sem varðar lög og reglur okkar og finna því stað í stjórnarskránni.

Ég tel í það minnsta afar brýnt að sveitarfélögunum sé gert það hátt undir höfði að þau séu skilgreind sem hitt opinbera stjórnsýslustigið á Íslandi í stjórnarskrá, (Forseti hringir.) hvernig sem við gerum það, hvort sem það yrði eins og hér er lagt upp með eða á annan hátt.