141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Ég biðst afsökunar, ég hef ekki tekið nógu vel eftir, mér fannst þau sammála um að lítil breyting hefði orðið á þarna. Sannast að segja er ég ekki sammála því að taka sveitarfélögin inn. Löggjafarvaldið er ríkið og síðan er þarna greinilega getið um sveitarstjórnirnar og ég tel að mjög hafi verið aukið við þau ákvæði og vægi sveitarfélaga í stjórn landsins aukið verulega í þessari stjórnarskrá frá því sem er í núverandi stjórnarskrá.

Síðan tek ég undir það sem þingmaðurinn sagði áðan, mér finnst alveg koma til greina að setja hámark á þann tíma sem menn mega sitja á þingi, enda er það sú ástæða (Forseti hringir.) sem veldur hægri endurnýjun á þingi. Sitjandi þingmenn hafa alltaf forskot á aðra frambjóðendur, (Forseti hringir.) hvort heldur er í prófkjörum eða ef listum er raðað saman í bakherbergjum. Sitjandi (Forseti hringir.) þingmenn hafa alltaf forskot.