141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[19:28]
Horfa

Guðrún Erlingsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka sveitunga mínum fyrir fyrirspurnina. Varðandi 57. gr. er rétt að þar er verið að taka umræður um frumvarp úr þremur í tvær. 1. umr. hefur alltaf verið kynning á málum. Þetta kemur ekki í veg fyrir að umræður verði fleiri en tvær. Ég tel að þetta sé ekki stóra atriðið í breytingum á lögunum, en ef menn koma hins vegar með góð og gegn rök fyrir því að tvær umferðir séu ekki nægjanlegar á að sjálfsögðu að skoða það.