141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

Drómi fjármálafyrirtæki.

[10:57]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það var ágætislýsing hæstv. ráðherra á ástandi mála.

Ég spurði tveggja spurninga: Af hverju var þessi leið farin? Hæstv. forsætisráðherra hlýtur að hafa komið að þeirri ákvörðun, annað er fullkomlega útilokað. Hæstv. forsætisráðherra er hæstv. forsætisráðherra. Af hverju var þessi leið farin? Hún er fullkomlega óskiljanleg. Hæstv. ráðherra fór hér yfir afleiðingar af ákvörðun hæstv. forsætisráðherra.

Af hverju er þessi meðgjöf til kröfuhafanna? Ég spurði tveggja spurninga og hæstv. forsætisráðherra lýsti afleiðingunum af ákvörðunum sínum.

Ég spyr enn og aftur: Af hverju fór hæstv. forsætisráðherra þessa leið? Það er útilokað annað en að hæstv. forsætisráðherra hafi komið að þeirri ákvörðun. Þetta er risamál, eins og hæstv. forsætisráðherra rakti ágætlega.