141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

Drómi fjármálafyrirtæki.

[10:58]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það var náttúrlega farið ítarlega yfir stöðu SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans með Fjármálaeftirlitinu og með Seðlabanka, eins og annarra bankastofnana og fjármálastofnana sem voru í vandræðum eftir hrun. Það var tillaga þessara aðila að það væri besta leiðin að skipta þessu upp með þeim hætti að Arion fengi viðskiptin til sín en lánasöfn yrðu eftir hjá Dróma, því félagi sem stofnað var á grundvelli SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans. Ég tel að athuguðu máli að það hafi ekki verið skynsamleg leið að skipta því upp með þeim hætti. Ég tel að við eigum að skoða það núna hvort ekki sé ástæða til að taka eignasafnið sem er hjá Dróma, sem virðist ekki ráða við vandann, og skoða hvort ekki eigi með einhverjum hætti að taka á þeim málum og flytja eignasafnið annaðhvort til Seðlabankans eða til Arion banka.