141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil upplýsa virðulegan forseta og aðra þá sem hér eru viðstaddir um að ekki er rétt að um málið hafi ekki verið fjallað á síðastliðnum vetri. Haldnir voru 19 fundir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um efnið, það komu 40 gestir, bara svo það sé skráð í þingtíðindi.

Hvað varðar undirbúning að því að búa málið í hendur Feneyjanefndarinnar þá gengur hann vel. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að spyrja um það. Formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur verið boðið að sitja fund Feneyjanefndarinnar 14. og 15. desember þar sem málið verður formlega lagt fyrir. Það gengur sem sagt bara mjög vel að undirbúa það allt saman.