141. löggjafarþing — 41. fundur,  23. nóv. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Það skiptir ekki máli hver kallaði á …

(Forseti (ÁÞS): Forseti minnir þingmanninn á að ávarpa forseta úr ræðustól.)

Forseti, ég biðst afsökunar á því. Uppruni minnisblaðsins skiptir engu máli, þýðing þess skiptir hins vegar máli, hvaða mark við eigum að taka á minnisblöðum sem notuð eru í innri samskiptum í ráðuneytum. Það sem skiptir öllu máli er sú röksemd sem auðvitað er afar áheyrileg hjá hv. þm. Kristjáni L. Möller. Af hverju er tekið mark á einum gögnum en ekki öðrum?

Þá er að benda á til hvers það mark leiðir. Annars vegar að það að við höfum tekið mark á, eins og hv. þingmaður orðar það, gögnunum um Hólmsárvirkjun hafi leitt til endanlegrar niðurstöðu í málinu, að færa hana úr biðflokki í orkunýtingarflokk, að þingið gerði það. Það sem ráðherrann gerði hins vegar var að hann tók það mark á gögnum að hann frestaði ákvörðun, hann setti sem sé kost sem ný gögn höfðu komið fram um (Forseti hringir.) í biðflokk. Það er hinn mikli munur á þeim tveimur (Forseti hringir.) ákvörðunum á þessari tvenns konar meðferð á gögnum.