141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

tollvernd landbúnaðarafurða í ESB-samningnum.

[10:53]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að hafna því að sá er hér stendur sé að dramatísera eitthvað, ég vísa því bara til baka. Ég held hins vegar að mikilvægt sé að vitna í þær vefsíður sem hafa fjallað um þetta, m.a. á vef Neytendasamtakanna þar sem þetta kom skýrt fram og að ástæðan fyrir þessu upphlaupi hefði verið sú að samningsafstaðan sem var til umræðu á fundinum hefði ekki verið í samræmi við það umboð sem þessir aðilar töldu að samningahópurinn hefði haft. Því spyr ég einfaldlega: Gildir enn það umboð sem forveri hæstv. atvinnuvegaráðherra veitti samningahópnum til að semja um varðandi tollvernd?