141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

18. mál
[11:14]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er um að ræða mál sem varðar kjör alþingismanna og hver ákvarðar þau. Í málinu er það vald tekið úr höndum Alþingis sjálfs og forsætisnefndar þess til að hætta því að sum kjör séu ákveðin af kjararáði en sum af alþingismönnum sjálfum.

Þetta er í þriðja sinn sem málið kemur inn í þingið, það er að vísu nokkuð breytt frá fyrstu útgáfu og nú standa að því einir tólf þingmenn ef ég man rétt. Hingað til hefur það fengið mjög slælega meðferð og má kalla óþinglega eða mjög slakþinglega og þess vegna taldi ég að rétt væri að reyna að setja málið í aðra nefnd en það hefur hingað til gengið til. Ég hef síðan átt djúpar og innilegar samræður við formann þeirrar nefndar sem forseti leggur til að málið gangi til og að loknum þeim samræðum hef ég ákveðið að draga til baka (Forseti hringir.) tillögu mína um að málið gangi til hinnar háu umhverfis- og samgöngunefndar.