141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það hefur ekki verið lagt á það fjárhagslegt mat umfram það sem rætt hefur verið um í fjárlaganefnd. Þau mál bíða okkar í fjárlaganefnd til að fjalla um. Við höfum þegar hafið umræðu um Íbúðalánasjóð sem er langstærsti hlutinn sem hér um ræðir auk þeirra mála sem hv. þingmaður nefndi. Það mat mun verða lagt fram í breytingartillögum væntanlega og vonandi sameiginlegum breytingartillögum og nefndaráliti fjárlaganefndar allrar við 3. umr. fjárlaga.