141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég taldi upp örfá mál sem ég vísaði til að mundu bíða okkar við 3. umr. Taldi upp svona stærstu málin í því, þ.e. þyngstu póstana.

Löggæslumálin tel ég vera eitt í þeim hópi og geri mér vonir um að við getum fundið flöt á þeim málum milli umræðna, þótt tími verði skammur, til að koma til móts við þá þörf sem sannarlega er fyrir hendi í þeim málaflokki og hv. þingmaður nefndi áðan. Ég vísa enn og aftur til þess að vonandi getum við staðið saman að því í fjárlaganefnd og undirstrikað samstöðu okkar í þeim málum.