141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[11:11]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í máli hv. þm. Birgis Ármannssonar er ástæða til að gera athugasemd við þessa málsmeðferð alla. Við munum greiða atkvæði með því að þessi mál nái fram að ganga, komist hér til umræðu.

Virðulegi forseti. Það hefur verið um það rætt hér í þinginu alloft að betur þurfi að vanda vinnubrögð og það verður að segjast eins og er að þetta er ekki traustvekjandi, vinnulagið á þinginu, hvorki í kringum þau mál sem verið var að nefna varðandi tekjuhluta þann sem við þurfum að ræða vegna fjárlaganna né heldur, eins og hér var nefnt áðan, varðandi meðferðina á stjórnarskrármálunum.

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að vekja athygli á þessu en um leið segi ég já við því að veita afbrigði til að reyna að liðka þannig fyrir störfum í þinginu.