141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[17:20]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þegar rennt er í gegnum fjárfestingaráætlunina, af því að hún er að hluta til fjármögnuð með veiðigjaldinu sem sjávarútvegurinn á að borga, þá saknar maður þess einmitt sárlega að ekki skuli vera einn liður í henni sem væri þá sambærilegur markaðssjóðnum sem var stofnaður í markaðsátaki fyrir ferðaþjónustuna. Ef það munar 1 kr. eða 10 kr. á kílói af þorski eða annarri tegund sem við seljum úr landi er það aukagjaldeyrir inn í landið, þá erum við að skila meiri arði af viðkomandi grein og hún gæti þar af leiðandi borgað hærra veiðigjald.