141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[19:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er að reyna að skilja svar hv. þingmanns. Er hann að segja að í rauninni sé ekkert bjart við frumvarpið?

Nú er það þannig að menn hafa náð ákveðnum tökum á því að færa fjárlagafrumvarpið nær nútímanum, sérstaklega fjáraukalögin og ríkisreikning og annað slíkt. Það hefur verið að mjakast í rétta átt að því leyti, svona tæknilega séð.

Ég vildi spyrja hv. þingmann aftur: Er þá í rauninni ekkert jákvætt í fjárlagafrumvarpinu og þeim breytingum sem hv. fjárlaganefnd gerir við það, að mati hv. þingmanns? Til dæmis þær breytingar sem fjárlaganefnd gerir á ýmsum liðum hér og þar, hækkar barnabætur o.s.frv. Er ekkert jákvætt við það?