141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[22:58]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér er sannarlega annt um virðingu Alþingis og mér er annt um að það samkomulag standi sem menn gera um störf þingsins. Fjárlaganefnd komst að samkomulagi um það að 2. umr. yrði lokið í dag með atkvæðagreiðslu sem færi fram upp úr hádegi. Það var fullt samkomulag um það eftir að búið var að fresta þessari umræðu í heila viku. Þetta samkomulag var tilkynnt á fundi formanna þingflokkanna. (Gripið fram í: Það er rétt.) 3. umr. á síðan að fara fram um miðja næstu viku. Það hefur ekki verið staðið við þetta samkomulag og ég tel fulla ástæðu til að mótmæla því að menn standi ekki við gefin loforð hvað þetta snertir.