141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[23:03]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef tekið þátt í stjórnmálum mun lengur en hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson. (Gripið fram í: Ertu viss?) Hv. þingmaður þarf ekkert að kenna mér hvað skiptir máli og hvað er háttvísi í stjórnmálum. Það er háttvísi að standa við gefin orð, yfirlýsingar og loforð. Og það er dapurlegt að þurfa að upplifa æ ofan í æ að menn geti ekki á Alþingi farið að því samkomulagi sem gert hefur verið. (UBK: En fundarstjórn?) Ég var viðstaddur þann fund í fjárlaganefnd þegar þetta samkomulag var gert sem ég vísa til. Á þeim fundi var sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins einn af forsetum þingsins sem starfaði þá hér sem aðalforseti og hún bar þetta samkomulag inn á fund þingflokksformanna eftir að það hafði verið gert (Gripið fram í: Það var ekkert samkomulag.) í fjárlaganefnd. (Gripið fram í: …tillaga.)

Um þetta var gert samkomulag og það er dapurlegt að horfa upp á að menn séu ekki tilbúnir að standa við þau loforð sem gefin eru. (Gripið fram í.)