141. löggjafarþing — 45. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[00:59]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er að mörgu leyti hárrétt hjá hv. þingmanni. Við þurfum að vanda okkur betur. Þar sem uppbygging í græna hagkerfinu hefur verið nefnd þá var auðvitað lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingis um einhverjar 50 tillögur, ef ég man rétt, alla vega einhverja tugi tillagna, sem var samþykkt og markaði aðeins stefnuna. Auðvitað væri æskilegra að við skilgreindum þetta þrengra, tækjum alla umræðuna.

Ég nefndi áðan náttúruminjasýningu sem á að setja upp fyrir 500 millj. kr. Ég átta mig ekki á því hvað það þýðir fyrir framtíðina. Það liggur ekki fyrir og um það hafa ekki komið upplýsingar í hv. fjárlaganefnd hvernig menn sjá sýninguna fyrir sér og í raun ekki heldur um samkomulagið milli þess sveitarfélags sem þarna um ræðir og ríkisins. Það er auðvitað mikilvægt að á hverjum tíma hafi menn meiri upplýsingar en minni.

Síðan kemur margt fram sem hefur gerst í gegnum tíðina … (Forseti hringir.)