141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[20:18]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er athyglisverð umræða sem við náum ekki að klára í andsvörum. Ég held að við þurfum líka að gera okkur grein fyrir þeim mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir, bæði fortíðarvandanum og því sem er að safnast upp núna. Aðalatriðið er að þegar við fjöllum um ríkisútgjöld ríkisins á hverjum tíma séu þau miðuð við það sem þarf til að standa undir rekstrinum. Tökum til að mynda umræðuna um hvernig umhverfi lífeyrissjóðanna sé til fjárfestingar og hvernig hagkerfið íslenska er búið undir það að lífeyrissjóðirnir geti fjárfest með þessari gríðarlegu fjárfestingarþörf á hverjum tíma inni í okkar litla hagkerfi. Hvaða áhrif hefur það á íbúðaverð og annað sem við erum að horfa á núna? Við þurfum að taka um þetta miklu dýpri umræðu og skoða þessa hluti út frá öllum þessum sjónarmiðum.

Ég held að það sé mikið áhyggjuefni, það fjárfestingarumhverfi sem lífeyrissjóðirnir hafa við þessar aðstæður ef það verður öllu lengur. (VigH: Rétt.)