141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[20:21]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að svara seinni spurningunni frá hv. þingmanni. Við höfum ekki rætt það í þingflokki sjálfstæðismanna hvernig við munum greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið. Ég get ekki upplýst það eða talað fyrir hönd flokksins í því.

Ég vil bara árétta eitt í sambandi við breytingartillögurnar, það þekkir hv. þingmaður mjög vel. Ef við nefnum eitt lítið dæmi til að setja hlutina í samhengi: Nú vitum við af vandamálum löggæslunnar og vilja þingsins til að taka á því. Það hefur komið fram í máli stjórnarliða að til standi að bregðast við því, en ekki verður sýnt á þær tillögur fyrr en við 3. umr. Við höfum því tekið þá ákvörðun að við viljum sjá breytingartillögur meiri hlutans fyrir 3. umr. áður en við komum með okkar eigin tillögur. Hv. þingmaður veit af hverju þessi skýra afstaða kemur fram. Það er vegna þess að þegar verið er að vinna í málinu sér maður ekki ástæðu til að taka það upp, við munum koma með breytingartillögur okkar fyrir 3. umr. eins og hv. þingmaður þekkir að hefur verið venjan.