141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[22:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Örstutt. Mig langar að spyrja hv. þm. Ásbjörn Óttarsson hvernig kjósendum hans á Snæfellsnesi muni líka við eftirfarandi setningu, sem ég las áðan. Hér stendur, með leyfi forseta:

„Útgjöld forsetaembættisins voru skorin mjög niður“ — það er verið að tala um forseta Íslands — „eftir fall fjármálakerfisins og opinberum heimsóknum meðal annars frestað.“ — Svo kemur setningin: — „Gert er ráð fyrir að þráður opinberra heimsókna verði nú tekinn upp að nýju.“

Það er spurning hvernig kjósendum hv. þingmanns, sem horfa upp á mikla skerðingu á læknisþjónustu, líki svona setning.