141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við uppsögnum hjúkrunarfræðinga.

[15:12]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra fór yfir það að hann hefði setið ýmsa fundi og að til stæði að hann og starfsmenn ráðuneytisins yrðu áfram á hliðarlínunni í þessu máli. Ætlar ráðherrann ekki að taka forustu í málinu? Ætlar hann ekki að beita sér með neinum tilteknum hætti? Ætlar ráðherra t.d. ekki að beita sér fyrir því að stofnanasamningar verði endurnýjaðir í samræmi við þá samninga sem ráðherra gerði við hjúkrunarfræðinga á sínum tíma? Mun hæstv. ráðherra beita sér fyrir því í ríkisstjórn að menn taki tillit til stöðunnar núna við fjárlagagerðina og í framhaldinu og að til staðar verði það fjármagn sem heilbrigðismálin munu þurfa á að halda til að halda uppi eðlilegum rekstri á Landspítalanum og annarri heilbrigðisþjónustu í landinu?