141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[18:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er dálítið ótrúverðugt þegar það stendur í greinargerðinni um 33. gr. að gjaldið eigi að hækka um 4,6%, en svo er það ekki gert, það er hækkað dálítið meira. Þá á ég við bifreiðagjöldin. Þetta er ekki beint trúverðugt, og þegar sóknargjöldin hækka ekki í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga um 4,6% heldur eitthvað minna er það heldur ekki trúverðugt gagnvart þeim sem eiga að njóta þess gjalds. Ég minni á að sóknargjöld eru lögð á óskaplegan fjölda. Þannig að sérhver króna sem þar vantar veldur miklu tekjutapi fyrir sóknir landsins.