141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:40]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú liggur fyrir að árangur ríkisstjórnarinnar er í rauninni helmingi lakari en hún gerði sjálf ráð fyrir að ná. Miðað við upphafleg markmið ætti frumjöfnuður að nema um 147,5 milljörðum kr. í stað 60,4 milljarða kr. eins og kemur fram í frumvarpinu. Skuldsetning ríkissjóðs nemur tæplega 95% af landsframleiðslu og á því langt í land með því að ná því markmiði að lækka skuldirnar niður í 60% af landsframleiðslu.

Það sem er samt alvarlegast í þessu er að stórir liðir eru fyrir utan þá atkvæðagreiðslu sem fer fram hér í dag, eins og bygging nýs Landspítala, Íbúðalánasjóður og löggæslan. Það má í rauninni segja að þetta séu drög að fjárlagafrumvarpi, en við framsóknarmenn erum reiðubúin að koma að því verkefni að forgangsraða upp á nýtt með það að leiðarljósi að gæta að velferðinni í landinu og heimilunum. Það er það (Forseti hringir.) sem þessi ríkisstjórn átti að standa fyrir en það er líka það sem henni hefur mistekist að gera.