141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:58]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér hafa menn rætt um það gríðarlega afrek að ná niður halla ríkissjóðs úr 200 milljörðum um áramótin 2008/2009 niður í því sem næst hallalausan ríkissjóð á árinu 2013. Um hvað eru menn að tala? (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um að menn ræði um atkvæðagreiðsluna. Þetta er ekki umræða um málið.)

Hér liggur fyrir að halli á ríkissjóði verður á árinu 2013. 200 milljarða halli var að stærstum hluta borinn upp af einskiptisaðgerð upp á 190 milljarða framlaginu í Seðlabanka Íslands. Það er von að menn státi sig af því að þurfa ekki að gera það árlega, það er ekkert afrek.