141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:01]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í dag eru greidd atkvæði um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og hún kemur skýrt fram í þessum fjárlögum. Vandanum er velt yfir á skuldug heimili. Heimilin þurfa að bera þann árangur sem menn hreykja sér af hér í dag og í staðinn ætlar ríkisstjórnin að leggja fé í gæluverkefni sín sem við höfum farið ítrekað yfir. Það fá heimilin að borga með hærri lánum.