141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Tryggingagjald er skattur á atvinnu. Hann leggst á öll laun í landinu. Tryggingagjaldið var hækkað mjög mikið samkvæmt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að skattleggja atvinnu og nú þegar atvinnuleysið er orðið minna átti að lækka það en það var ekki gert, nema um 0,1%. Það var bara lækkað um 0,1% þannig að menn halda áfram að skattleggja atvinnu, og þau fyrirtæki sem voga sér að ráða nýja starfsmenn skulu sko borga skatt fyrir það.

Ég segi nei við þessu.