141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:11]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki búið að samþykkja þennan skatt en hann er nú þegar farinn að hafa neikvæð áhrif. Það er búið að fresta fjárfestingum í hótelbyggingum úti á landi. Bókunum hjá stærstu hótelkeðju landsins hefur fækkað um 15% frá sama tíma í fyrra. Og við erum í það minnsta búin að missa tvær stórar ráðstefnur til annarra landa. Samt sem áður tala stjórnarliðar hér um sókn, en það sem er að gerast er einfaldlega að við erum með illa ígrundað og illa undirbúið skaðræði sem er nú þegar búið að skaða íslenska ferðaþjónustu og mun skaða hana enn þá meira ef menn fara alla leið og samþykkja þetta.