141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn greiðum atkvæði gegn þessari hækkun virðisaukaskatts vegna þess að við höfum áhyggjur af ferðaþjónustunni í landinu. Við höfum líka áhyggjur af því að til að halda uppi velferðinni í landinu sé verið að taka fé út úr atvinnugrein sem skapar gríðarlega mikil verðmæti. Það er lykilatriði í þessu og því miður mun sú fjárfestingaráætlun sem hefur verið lögð fram ekki skapa mikil störf sem munu skila auknum verðmætum og þá meiri tekjum fyrir ríkissjóð.