141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um vörugjald af innfluttum ökutækjum þar sem á að hækka vörugjald af bílaleigubílum. Þetta er önnur atlagan að ferðaþjónustunni. Það er búið að gera atlögu að sjávarútveginum og áliðnaðinum og hér er gerð atlaga að ferðaþjónustunni. Það virðist sem þessari ríkisstjórn líki engar atvinnugreinar sem ganga.

Þetta á að taka gildi 1. maí. Það er búið að gera samninga við útlendinga um leigu á bílum. Þessi skattur kemur allt of snöggt yfir atvinnugreinina og þó að það séu ákveðin rök fyrir skattinum hefði þetta átt að koma fram með miklu lengri fyrirvara. Það er búið að bóka, frú forseti, menn eru búnir að ganga frá samningum við erlendar ferðaskrifstofur. (Forseti hringir.)

Þetta er atlaga að ferðaþjónustunni.