141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég skal glöð koma með mótvægisaðgerðir fyrir hv. þm. Björn Val Gíslason og hef komið með ýmsar tillögur í umræðunni um fjárlögin eins og hv. þingmaður veit.

Þau vörugjöld sem verið er að hækka hér eru aftur dæmi um þau vinnubrögð sem ég gagnrýndi áðan. Hér er afsláttur afnuminn fyrirvaralaust og án samráðs við greinina. Þetta hefur ekki bara áhrif á ferðaþjónustuna og bílaleigurnar í landinu. Þetta hefur áhrif á alla bílgreinina vegna þess að innflutningur á bílum mun dragast saman, bílgreinina sem hrundi við bankahrunið og er nú rétt að rétta úr kútnum.

Þetta hefur líka áhrif á litla gististaði úti um allt land sem treysta á ferðamenn sem keyra sjálfir og fara á minni hótel sem taka ekki við stærri hópunum. Þessi hækkun (Forseti hringir.) hefur viðsjárverðar afleiðingar fyrir margar atvinnugreinar í landinu.

Ég segi nei.