141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:29]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tel að hér sé seilst eins langt og unnt er og jafnvel lengra en eðlilegt er í ljósi þeirrar áhættu sem felst í því að veikja eigið fé Seðlabanka Íslands og Landsbankans. Ég vara sérstaklega við því að taka arð út úr Rarik og Orkubúi Vestfjarða. Við sjáum það strax á hækkun á raforkuverði til einstaklinga og við verðum að átta okkur á því að mörg hús margra fjölskyldna eru hituð upp á hinum köldu svæðum með rafmagni. Stefna þessarar ríkisstjórnar var að jafna dreifikostnað og húshitunarkostnað en því miður vinnur þessi hækkun þvert gegn því markmiði.