141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er ótrúlegur fjárlagaliður: Fjárframlög frá erlendum aðilum. Þessu ætla hv. þingmenn Vinstri grænna og hæstv. ráðherrar Vinstri grænna að standa að. Þeir sem unnu síðustu kosningar með því að segjast ekki ætla að ganga í Evrópusambandið. Þetta eru 806 millj. kr. sem menn eru að taka inn. Ég ætla ekki að tala um skattfrelsi þessara peninga út og suður sem grefur undan siðferði hjá Íslendingum og útlendum aðilum sem hér vinna. Ég er eindregið á móti þessu og segi nei.