141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:55]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um sundurliðun II, tillögur meiri hluta fjárlaganefndar, og ég vil gera grein fyrir þeim liðum sem við köllum til 3. umr., til frekari skoðunar í fjárlaganefnd. Það er annars vegar tillaga 7, liður b, og hins vegar tillaga nr. 31, liður a. Það er á bls. 6 í atkvæðagreiðsluskjalinu, það er liður 7.b og liður 31.a. Þarna er verið að kalla þessa tvo liði inn til 3. umr. til frekari skoðunar. Ekki er verið að falla frá þessum liðum, þeir munu koma inn aftur fyrir 3. umr. eftir að fjárlaganefnd hefur fjallað betur um það hvernig fjármögnun þessara liða verður háttað og hvernig dreifing útgjalda til þeirra á næsta ári og næstu árum mun fara fram.